Beo
Borzkas Beowulf
Borzkas Beowulf eða Beo eins og hann er kallaður fæddist 18. júlí 2020 í Noregi. Beo kom til Íslands í desember 2020 þá fimm mánaða gamall.
Beo er undan norsku meistara tíkinni, Enid Borzkas Izironk, og sænska meistara rakkanum, Lynx Seri Savitskij.
Beo er margfaldur meistari og lauk sýningarárinu 2023 sem alþjóðlegur meistari. Meistarartitlar hans eru norðurlanda, íslenskur og íslenskur ungliðameistari.
Beo er fyrsti Borzoi til að taka alla titla á Íslandi. Beo hefur verið heimsóknarvinur Rauða krossins frá árinu 2022.
Beo uppfyllir evrópskar heilbrigðiskröfur
Ættbók Borzoi - The Breed Archive
Saga
Borzkas Tantezampe Gaika Nagradka
Borzkas Tantezampe Gaika Nagradka eða Saga eins og hún er kölluð fæddist 25. ágúst 2021 í Noregi.
Saga kom til Íslands í febrúar árið 2022, þá 6 mánaða gömul. Saga er undan ítölskum meistara, tíkinni Fortune Cookie, og norska meistara rakkanum, Darjan av Fjascho, sem var uppi árið 1991 en sæði hans hafði verið fryst.
Saga elskar lífið og algjör skellibjalla. Á hundasýningum hefur henni reynst erfitt að dilla sér ekki í sýningarhringnum, en þetta er allt að koma og lauk Saga sýningarárinu 2023 sem íslenskur meistari.
Í árslok 2023 varð Saga heimsóknarvinur Rauða krossins.
Saga uppfyllir evrópskar heilbrigðiskröfur
Ættbók Borzoi - The Breed Archive
Teymið okkar
Úlfhundar sf. var stofnað árið 2023 af Guðrúnu Margréti Valgeirsdóttur, Hrefnu Kristínu Þorbjörnsdóttur og Valgeiri Elíassyni.
Guðrún hefur frá því hún var lítil haft mikinn dýra áhuga og hefur alla tíð átt gæludýr. Allt frá fiskum, fuglum, nagdýrum til kattarins Baldurs og hundsins Markúsar svo einhver dýr séu nefnd.
Áður en Guðrún fékk sé Borzoi hundana Beó og Sögu var hún fósturheimili fyrir Villiketti.
Guðrún vinnur núna í einangrunarstöðinni Móse. Hún hefur líka unnið með hundaþjálfara en leggur núna stund á nám í hundaþjálfun. Guðrún hefur sótt námskeið og ótal fyrirlestra varðandi hundahald.
Valgeir og Hrefna ganga í það sem þarf að gera með bros á vör.