Borzoi er rússnesk hundategund
Fyrstu vísbendingar um tegundina má finna á 15. öldinni þegar mynd af Borzoi birtist í biblíu Vasili III Rússakeisra (f.1479 d.1522) sem var sonur Ívans hins grimma.
Í byrjun voru Borzoi tengdir keisarafjölskyldu Rússlands og þótti hefðartákn að eiga Borzoi.
Fyrsti Borzoi klúbburinn var stofnaður árið 1874 og árið 1888 var fyrsti ræktunarstaðallinn gerður. Árið 1956 var tegundin samþykkt af FCI. Þess skal getið að Borzoi er merki rússneska hundaræktunarfélagsins í dag.
Í rússnesku byltingunni var Borzoi tegundinni því sem næst útrýmt enda tengdu allir tegundina við keisarafjölskylduna.
Saga Borzoi á Íslandi
Talið er að fyrstu Borzoi hafi komið til Íslands árið 1993. Það voru tíkin Anny Von Treste frá Tékklandi og rakkinn Zolotoi Oriol Yuri frá Rússlandi. Árið 1906 kemur tíkin Borscana Balvenie Double Wood sem kom árið 1996.
Það liðu 21 ár þangað til næsti Borzoi kom til landsins árið 2017 og var það tíkin Velikij Sasha.
Árið 2020 kom Borzkas Beowulf (Beó) til landsins og árið 2022 kom Borzkas Tantezampe Gaika Nagradka (Saga). Nýjasti Borzoi landsins kom árið 2023.
Vitað er um þrjú Borzoi got hér á landi, fyrst árið 1993, síðan 1994 og árið 1998.